Kisumóðir í vanda.13,apríl sendir Dóra nýja mynd.

12 apr, 2008

11 apríl var komið með    hvíta og bröndótta læðu  með sex nýfædda kettlinga. 


 


Fólkið sem kom með dýrin sögðust hafa fundin læðuna fyrir tveim mánuðum í Kópavogi.


 


Það er alveg með ólíkindum hvað lífsbaráttan er erfið hjá dýrunum okkar. Það læðist að mér sá grunur að fólkið hafi bara átt læðuna .


 


Hvers vegna er ekki haft samband við athvarfið fyrr.


 


 


Kattholt er búið að starfa í 17 ár og stundum finnst mér okkur hafa tekist vel að upplýsa fólk um að okkur beri að taka ábyrð á dýrunum okkar og veita þeim öryggi og elsku.


 


Þess vegna hryggir það mig að læða með afkvæmi sín skuli vera komin í Kattholt.


 


 


Dóra starfsmaður var svo elskuleg að taka dýrin heim með sér og veita þeim aðhlynningu og elsku. Takk fyrir Dóra mín, Kisumamman mun launa  þér.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.