Kisumóðir í vanda. 10. apríl fer kisan á nýtt heimili með afkvæmi sín.

8 apr, 2008

Hvít loðin læða kom í Kattholt ásamt 4 afkvæmum sínum.


 


Hún er í vanda stödd.  Ég gat ekki annað en tekið við henni.


 


Það þarf að raka hana þegar kettlingarnir verða teknir frá henni. 


 


Fjölskyldunni verður ráðstafað eftir svona tvær vikur. 


 


Læðan verður tekin úr sambandi og örmerkt, sömuleiðis verða kettlingarnir örmerktir.


 


Ég vona að úr rætist hjá dýrunum.


Kveðja Sigga.