Yrjótt 5 mánaða læða fannst  8. Apríl við Smiðjuveg í Kópavogi. 

 

 

Pilturinn sem fann kisuna hafði samband við athvarfið en hann fann kisuna í Iðnaðarhverfi í morgunn með  mat og matarskálar, og pissukassa. 

 

 

Lögreglan í Kópavogi var svo vinsamleg að sækja kisuna og koma með hana í Kattholt.  Alveg gengur yfir mig framkoma fólks gagnvart dýrunum okkar.

 

 

ÆÆ hún er samt komin í skjól litla skinnið með mat og elsku starfsmanna.  Þakk fyrir það.

 

 

Það er gott að vera til staðar fyrir dýrin okkar í neyð þeirra.  Mér finnst alltaf dýrin horfa á mig og biðja um miskunn sér til handa.

 

 

Ég þakka fyrir á hverjum degi að geta verið til staðar fyrir blessuð dýrin.

 

Kveðja Sigga.