„Ég hef nú bara sjaldan orðið jafn snortinn yfir sjónvarpinu, já varð bara pínu linur í hjartanu að horfa á brunakallana með súrefnisgrímuna á kisu litlu kreistandi á henni brjóstkassann, í lífgunarskyni. Þó okkur, dýravelferðarnötturunum, hafi þótt þessi viðbrögð brunaliðsmanna sjálfsögð er ekki víst að öllum þyki það, allavega ekki þeim fjölmörgu sem líta á dýr sem sálarlausa nytjahluti.
Ég legg til að Kattavinafélagið eða aðrir framlínuhópar í dýravelferðarmálum veiti þessum slökkviköllum einhverskonar viðurkenningu, mannúðarverðlaun eða álíka, gæti kveikt á umhverfisvitund fjölmargra sem láta sig aðstæður og örlög dýra litlu varða. 

Ekki veitir af að vekja athygli á dýravelferðarmálum, það er skylda okkar viljum við vera ærlegar manneskjur”.
 
Kv.  Óskar Valtýsson

 

 
(Leturbreyting, Kattholt)