Laugardaginn 31. ágúst á milli kl. 11-14 í Stangarhyl 2 verða sýndar eldri kisur (fullorðnar), sem allar hafa dvalið lengi hjá okkur og þarfnast þess sárlega að eignast góð heimili. Þeir sem hafa áhuga og eru ákveðnir í að taka að sér kisu eru hvattir til að koma í heimsókn. Kisurnar eru afhentar geltar, ormahreinsaðar og örmerktar og þarf að greiða kr. 18.000 fyrir hverja kisu.
 
Í Kattholti dvelja að jafnaði 40-50 kisur í heimilisleit og það sem af er árinu hafa komið samtals 476 óskilakisur í athvarfið.
 
Kisuvinir, þörfin er brýn!
Gefum þeim tækifæri, þær eiga það sannarlega skilið.
 
Kattavinafélag Íslands
Stangarhyl 2