Kattavinafélag Íslands veitti í dag viðtöku framlagi bókaútgáfunnar Sæmundar á Selfossi. Um er að ræða tíund sem bókaútgáfan hefur greitt af sölu bókarinnarKattasamsærið eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Auk fjárframlags sem samtals nemur nú 100 þúsund krónum færði útgáfan Kattholti 20 eintök af bókinni. Kattasamsærið er bráðskemmtileg barnabók um vandamál katta í samfélagi mannanna. Aðalpersóna er Petra Pott sem á í stöðugri baráttu fyrir tilvist sinni og þar koma vinir hennar til aðstoðar. Ofurkötturinn Hamlet hefur ráð undir rifi hverju og honum til aðstoðar eru m.a. hundurinn Lúsíus og þau Elinóra og Hrólfur sem eru allavega ekki kindur. Bókina má fá í öllum betri bókaverslunum og tíund af hverri seldri bók rennur til Kattholts. Á meðfylgjandi mynd frá afhendingu eru Ósk Óskarsdóttir stjórnarmaður í Kattavinafélaginu, Eygló Guðjónsdóttir gjaldkeri, Halldóra Snorradóttir stjórnarmaður, Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur sem afhenti styrkinn, Halldóra B. Ragnarsdóttir formaður Kattavinafélagsins og bókaútgefandinn Bjarni Harðarson með einn af fastagestum Hótel Kattholts í fanginu. Ljósm. grj