Ágætu kattavinir

Á mánudagsmorguninn gerðist sá undarlegi atburður þegar ég kom heim til mín úr ameríkuflugi að skyndilega stóð agnarlítill kettlingur við hliðina á mér og lét eins og hann ætti mig – eða þá ég hann!

 

Þetta er reyndar læða, svo ung að hún er líklega nýlega komin af spena og ákaflega mannelsk.

 

Hún var grindhoruð en hafði greinilega ekki verið lengi á flakki og er augljóslega vel húsvön.

 

Hún er alveg sannfærð um að hún eigi heima hérna en ég held að hún hafi einfaldlega elt einhvern og villst því það hefur einmitt hent aftur og aftur – hún leggur af stað með gestum og gangandi og við höfum orðið að handsama hana og flytja “heim” aftur

.

Móðir mín tók dýrið að sér til bráðabirgða en ég er sannfærður um að einhvers staðar hér í Hafnarfirði eru sorgmæddir krakkar sem hafa týnt kettlingnum sínum og bið ykkur að auglýsa skepnuna á síðunni ykkar.

 

Með fylgir mynd sem ég tók með nýju stafrænu myndavélinni minni sem ég keypti einmitt New York á sunnudaginn!

 

 

Ég bý á Austurgötu 17 í Hafnarfirði og býst við að kettlingurinn hafi átt heimili einhvers staðar hér í grenndinni þótt við fyrstu athugun hafi enginn kannast við hann.

 

Ég hef reyndar beðið póstkonuna að hafa augu og eyru opin og hún veit vissulega ýmislegt um það sem gerist hér. Vonandi kemst dýrið til réttra eigenda en á meðan verður vel séð um það.

 

Litla kisubarnið kom í Kattholt 7. júlí sl.

 

Bestu kveðjur,

Þorgrímur Gestsson,

Austurgötu 17, Hafnarfirði

Símar: 555-3960/561-6557/849-9399