Gott er að láta sig dreyma um nýtt heimili.

2 júl, 2007

Ég kom í Kattholt 15. mars 2007. Skýrslan um mig segir að ég hafi fundist við Írabakka í Reykjavík. Geltur, ómerktur.

 

 

Ég veiktist af kvefi og var meðhöndaður með sýklalyfi. Í dag er ég við bestu heilsu og líður vel.

 

Starfsfólkið segir að ég sé blíður kisustrákur og fæ ég að sitja í fanginu á þeim í kaffitímanum.

 

 

Sigga segir að ég sé kominn í heiminn til að gleðja og veita ást.

 

 

Ef þú lest þessar línur frá mér, gætir þú hringt í Kattholt og fengið upplýsingar um mig. Ég var skýrður Neró hér í athvarfinu.

 

 

Mig dreymir um að eignast gott heimili.

 

Kveðja Neró.