Kettlingar í vanda. Allir komnir á nýtt heimili.

23 nóv, 2008

22 nóvember var komið með 3 kettlinga í Kattholt.


 


Erfileikar voru á heimili þeirra og tók ég við þeim.


 


Þeir er feitir og fínir og bíða eftir góðum heimilum.


 


Ég hef trú á því að við séum að fara inn í erfiða tíma og það mun lenda á kisunum okkar. Af hverju lætur fólk ekki taka dýrin sín úr sambandi og merkja þau.


 


Ég tel að það geti verið vegna þess að fólk hefur ekki efni á því.  Þá segja sumir, þá á fólk ekki að fá sér dýr.  Ég er ekki sammála því, vegna þess að til er fólk sem hefur litla peninga en býr yfir kærleika til dýra.


 


Hvernig getum við mætt því? Ég myndi vilja vinna að því að aðstoða þá einstaklinga.


 


Kær kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður.