Keli og fjölskylda senda kveðju og þakklæti í Kattholt.

1 sep, 2009

Góðan daginn í Kattholtinu,
 
Fyrir þremur vikum fengum við þessa frábæru hugmynd að fá okkur kisu
og byrjuðum á því að skoða myndir af meðlimum Kattholts sem reyndust vera
svo margir að maður fékk fyrir hjarta að koma þangað og sjá ótalmörg
vonaraugu.


Ekki það að þeim líður illa hjá ykkur, maður fékk bara þessa
spurningu – munu þau öll eignast einhvern tímann „eigið“ heimili…
 
Við völdum okkur yndislega gulbröndóttu læðu og þá tók við heil vika í bið því
það átti að láta hana fara í aðgerð.


Á meðan við biðum þá skýrðum við hana
Freknu og vorum ótrúlega spennt að fá hana heim.


En svo reyndist Frekna vera
Frekni – það var smá misskilningur varðandi kyngreiningu sem uppgötvaðist á
skurðborðinu 🙂
 
Okkur datt ekki í hug að láta þennan misskilning hafa áhrif á okkar ákvörðun
að fá okkur kött.


Þannig að Frekni fór heim með okkur. Honum leið strax mjög
vel hjá okkur og við vorum strax örugg með að hafa nýja sálu inni í húsinu.


Þessi
kisi er svo yndislegur og frábær að okkur finnst hann hafa alltaf átt heima hér.
Hann er svo einstaklega ljúfur og ótrúlega kelinn að á endanum varð hann Keli
og er farinn að svara því nafni.
 
Um leið og við sendum ykkur nokkrar myndir af Kela okkar viljum við þakka
ykkur fyrir ást ykkar sem þessi kisugrey fá frá ykkur. Þökkum einnig öllum þeim
sem hjálpa Kattholti að gefa kisum úr öllum áttum mat og heimili.


Það er ýmislegt
sem kemur upp hjá fólki sem getur ekki sinnt dýrum sínum og það er von okkar
að dýrin þurfi ekki að gjalda fyrir óhamingju þeirra sem missa þau frá sér.
 
Kær kveðja,
Kalina, Guðbjörn, Daníel, Katrín og Keli.


Kæra fjölskylda. Til hamingu.


Sigga.