Blíða Rós í fangi eiganda síns eftir tveggja ára aðskilnað.

3 sep, 2009

14. janúar 2007 tapaðist 3 lit læða frá Grettisgötu í Reykjavík. 

 

Hún var skráð í Kattholti með hálsól, ekki eyrnamerkt né með örmerkingu.

 

16. júní kom undurfögur eyrnamerkt læða í Kattholt sem fannst í Grafarvogi.

 

Við reyndum ítrekað að ná í skráðan eiganda hennar , en tókst ekki fyrr en 2. september sl.

 

Þetta var læðan sem tapaðist frá Grettisgötu fyrir 2 árum, í millitíðinni hafði eigandi hennar flutt til Svíþjóðar.

 

Það glitruðu tár í augum Friðlínar er hún hélt á dýrinu sínu eftir langan aðskilnað.

 

Sumir dagar í Kattholti bregða birtu og yl yfir starfsemina og gefa kraft til að halda áfram til blessunnar fyrir dýrin okkar.

 

Kæra Friðlín og kisan Blíða Rós. Til hamingju.

 

Kær kveðja til dýravina.

Sigríður Heiðberg formaður.