Depill hamingjusamur í faðmi fjölskyldu sinnar.

1 sep, 2009

Depill tapaðist úr pössun um miðjan júlí í sumar.


Á heimasíðu Kattholt var hann auglýstur en fannst ekki, þrátt fyrir mikla leit . 31. Ágúst er komið með gráan og hvítan högna, eyrnamerkta R-3228.


Strax var haft samband við skráðan eiganda hans.


Myndin sýnir Evu og son hennar með Depill í fanginu eftir 49 daga aðskilnað.


Atburður sem þessi sýnir okkur hvað mikilvægt er að kisurnar okkar séu vel merktar .Ég vil þakka Ásu sem fann Depill að koma með hann í Kattholt.


Til hamingju kæra fjölskylda.
Sigríður Heiðberg formaður.