Kattholti færðar Þakkir.

21 ágú, 2007

 

Góðan daginn

 

Mig langaði að senda ykkur línu og þakka ykkur fyrir að gefa fólki kost á því að auglýsa eftir týndum kisum.

 

Ég lenti í því að einn af köttunum mínum komst út, en hún er inniköttur, ég leitaði og leitaði en fann hana ekki. Ég sendi ykkur mail og hún var auglýst hjá ykkur með mynd. Þar sem hún var nýrnaveik átti ég ekki von á því að finna hana aftur á lífi þar sem liðnar voru 6 vikur.

 

En það undur skeði í gær að kona hringdi í mig og sagðist halda að kötturinn minn væri hjá henni, hún fann hana út í garði mjög horaða og veiklulega.

 

Ég fór beint og þar var hún Hnoðra mín, ég fór með hana beint til dýralæknis sem gaf henni vítamín en því miður sagði hún að þetta gæti hafa orðið henni of erfitt og að hún ætti ekki langt eftir.

 

Ef ekki væri fyrir ykkur, hefði þessi kona ekki séð mynd af henni og símanúmerið mitt, og ég vil þakka ykkur kærlega fyrir að gefa mér og henni Hnoðru þann tíma saman sem hún á eftir, og núna get ég sofið vært.

 

Um leið vil ég gefa ykkur skýrslu um hann Gadd sem ég fékk hjá ykkur í júlí í fyrra, hann er hvítur með röndótt skott, þið voruð búnar að gefa honum nafnið Depill minnir mig,… honum líður mjög vel, unir sér vel með læðunum tveim, og þetta er sá skemmtilegast köttur en getur gert mig stundum reiða, þar sem hann má ekki komast inn á wc því þá hendir hann sér á wcrúlluna og tætir hana niður í frumeindir, þetta hefur hann gert frá því ég fékk hann.

 

Svo núna er um að gera að passa að loka á eftir sér, hann lenti í því hremmingum að detta af svölunum stuttu eftir að ég fékk hann og fékk innvortið blæðingar en sem betur fer gat dýralæknirinn hjálpað þar og í dag er hann mjög hress,… dýrin geta kostað okkur mikið þegar svona skeður en mikið fær maður borgað til baka í blíðu og kærleika frá þeim.

 

Haldið áfram góðu starfti 🙂

 

Kær kveðja

 

Arnheiður