Hugleiðingar Sigríðar.
Á tímabilinu 1. ágúst til 27. ágúst hafa 60 óskilakettir komið í Kattholt.
Níu af þeim hafa verið sóttir, sex villtir hafa verið svæfðir en fjörtíu og fimm dvelja enn í Kattholti.
Hvað segir þetta okkur.?
Ég fullyrði að kisunum okkar er hent út af heimilum sínum í stórum stíl og komið fyrir í Kattholt.
Spurningin er þessi, hver á að borga? Hér þarf að greiða starfsfólki laun og fóðurkostnaður er mikill.
Kattvinafélag Íslands var stofnað til að hjálpa kisunum í neyð þeirra.
Hér í Kattholti dvelja að jafnaði um 100 kettir og þannig hefur það verið alveg frá opnun 1991 .
Kattholt nýtur engra styrkja frá hinu opinbera.
Eins og þið vitið er Stangarhylur 2 í eigu katta. Fasteignagjöld af húseigninni er um 1 milljón á ári.
Ég tel að ekki megi ganga svo á eignina að hætta sé á að við missum hana.
Þá getum við ekki lengur hjálpað kisunum okkar.
Myndin er af 2 mánaða kisustrák sem fannst við Hátún í gær og kom í Kattholt 28.ágúst.
Kær kveðja
Sigríðar Heiðberg formaður.