Það var svo sannarlega líf og fjör fyrir utan Melabúðina laugardaginn 19. október sl. Félagarnir Gabríel og Daníel héldu risatombólu og basar til styrktar Kattholti. Við viljum þakka þeim og vinum þeirra fyrir framtakið og Melabúðinni fyrir ómetanlega hjálp. Einnig viljum við þakka þeim sem gáfu muni á tombóluna og aðra sem studdu okkar með kaupum. Allur ágóði af sölunni rann til kattanna í Kattholti. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn. Á myndinni er Halldóra Björk Ragnarsdóttir formaður Kattavinafélags Íslands ásamt Gabríel Gíslasyni og Daníel Ólafssyni.