Eikarkettir

15 maí, 2007










 
Branda




Moli




Líu


Nú eru þrír heimiliskettir í fjölskyldunni á Eik í Mosfellsbæ, þar sem ferfætlingar ráða ríkjum og hafa það gott í sveitinni.


Branda var fyrst í hópnum, kom frá Kattholti í desember 2002. Fólk spyr hvers vegna hún heiti Branda. Því er auðsvarað: þegar hún var ung var hún áberandi bröndótt. En eftir ár eða svo missti hún þessar merkingar nema á rófunni og að einhverju leiti á löppunum. Branda kann vel að meta góða hluti í lífinu, sér í lagi mat, og óvingjarnlegar sálir hafa það stundum á orði að hún beri þess merki.


En ákveðin er hún og ef hún fær ekki sinn mat á tilætluðum tíma þá lætur hún í sér heyra svo að eftir er tekið og vanrækslunni kippt strax í lag.


Níu mánuðum siðar kom Liù, einnig frá Kattholti.  Hún hefur alltaf verið smávaxin, frönskumælendur myndu kalla hana „petite“, og vegna einhvers einkennis, hvernig hún ber sig, skýrði ég hana í höfuð á Liù, sem er kínversk prinsessa sem kemur fyrir í frægri óperu eftir Puccini.


Báðum læðunum þykkja best eftir erilsaman dag að liggja á bakinu, slappa af og fá klór á magann.


Svo til að fylla húsið algjörlega bættist Moli í hópinn.  Hann kom, ungur og hress fress, frá fjölskyldu þar sem framtíðarhorfurnar voru ekki bjartar – ekki vegna skorts á væntumþykju, heldur vegna þess að nýtt barn var væntanlegt á heimilið.  Til að bjarga lífi Mola var hann færður milli fjölskyldna og kom í sveitasæluna í Mosfellsbæ. Moli er mikill veiðiköttur, duglegur og árangursríkur við þá iðju.


Hann hefur ekki haft sjáanleg áhrif á fuglalíf í kringum heimilið, en leggur sérstaklega rækt við að halda sveitinni lausri við kanínuplágu.  Enn sem stendur hafa kanínur vinninginn í þeirri baráttu.


Kærar kveðjur frá Eik til starfsfólks í Kattholti, og með þökkum fyrir það kærleiksríka starf sem þar fer fram.


Douglas