Mig langar að senda ykkur myndir af honum Fróða okkar sem er mesta yndi og kelirófa sem við höfum kynnst.


Dagurinn hans byrjar á því að hann fær soðin fisk og mjólk að drekka og þurrmat þess á milli og svo erum við dugleg að gefa honum skinku og kisunammi, þetta er mesta dekurkisi í heiminum, sefur alltaf uppí hjá okkur og fær sko sitt klór við erum ykkur endalaust þakklát fyrir að hafa leyft okkur að fá hann 🙂
 
Vildum bara senda ykkur pínu línu um hann, myndir og þakklæti.
 
Kær kveðja fjölskyldan á Háaleitsbrautinni.