Fjáröflun fyrir Kattholt laugardaginn 30.4.2011

2 maí, 2011


Ásdís Valtýsdóttir, góðhjörtuð 9 ára skólastúlka úr Ártúnsskóla, ákvað upp á sitt eindæmi að safna fé fyrir Kattholt með því að leika á fiðlu í anddyri Húsgagnahallarinnar við Bíldshöfða laugardaginn 30. apríl s.l.


Ásdís hefur lært á fiðlu hjá Allegro Suzuki Tónlistarskólanum í fimm ár, en auk þess æfir hún knattspyrnu hjá Val og djassballett hjá djassballettskóla Báru.


Ásdís safnaði alls 18.000 krónum þá klukkustund sem hún lék fyrir gesti í versluninni.
Kattholt þakkar þessari einstöku stúlku hjartanlega fyrir stórkostlegt framlag hennar og fyrir þá hlýju að safna af sjálfsdáðum fyrir kisurnar okkar.


Það er okkur mikils virði að vita að svona ungt fólk sé meðvitað um þá þörf sem fyrir hendi er að efla aðstöðu fyrir heimilislausar kisur.