Enn og aftur var kassi skilin eftir fyrir utan Kattholt og í honum voru 5 litlir kettlingar og móðir þeirra hafði komist úr kassanum og var á vappi fyrir utan.
Mikið er ég orðin þreytt á að fólk getur ekki tekið ábyrgð á að taka læðurnar úr sambandi og að ég tala nú ekki um að gelda högnana. Það er orðið allt of mikið af kisum í okkar litla samfélagi og ég stend orðið frammi fyrir því að þurfa að svæfa blessuð dýrin því að þau fá ekki ný heimili hvort sem að þau eru kettlingar eða fullorðin, þetta tekur mikið á mig og starfsfólkið sem hér vinnur að þurfa að gera þetta.
Förum nú að taka okkur á og axla ábyrgð á blessuðu dýrunum okkar, taka þau úr sambandi, örmerkjum þau, því að þetta eru miklir gleðigjafar og eiga skilið allt það besta frá okkur.
Kveðja Elín