Ef þið skoðið heimasíðu Kattholts og farið undir eftirlýstir kettir, eða fundnir kettir, sjáið þið að meira og minna eru kettirnir ómerktir.
Það gengur að sjálfsögðu ekki upp að fá sér dýr og láta ekki merkja það. Samkvæmt lögum ber að örmerkja hvern einasta kött og helst eyrnamerkja líka. Ólar gera sitt gagn, en oftar en ekki detta þær af. Það er því vinsamleg beiðni til ykkar allra að láta strax merkja kettina ykkar hjá næsta dýralækni eða á dýraspítala.
Örmerking tekur andartak, en fer um leið í gagnagrunn, þannig að auðvelt verður að finna eigendur. Kattholt er troðið af óskilaköttum sem enginn hefur hirt um að láta merkja. Nú er tíminn! Nú, og ekki síðar. Ennfremur að gera ófrjósemisaðgerðir á læðum og gelda högna, það er eina leiðin til að stemma stigu við þeim fjölda óskilakatta sem eru um allt.
Með von um að þið takð þetta til ykkar og framkvæmið.
kær kveðja
Anna Kristine formaður Kattavinafélagsins.