Tíu vikna kettlingurinn sem við auglýstum eftir hér á heimasíðu Kattholts í gær er fundinn!


Kona nokkur var á gangi eftir Stakkahlíð þegar hún heyrði mjálmað úr trjágróðri við Kennaraháskóla Íslands. Hún mjálmaði á móti og kom þá ekki litli sæti kettlingurinn stökkvandi til hennar.


Það þarf ekki að orða þá gleði sem greip sig meðal eiganda litla kettlingsins og eru finnandanum færðar miklar þakkir fyrir að mjálma á móti, hafa samband við Kattholt og eigendur.


Kærar þakkir!