Kettlingur, sem er aðeins tíu vikna gamall, stökk út um glugga á heimili sínu á Flókagötu 66, sem er á horni Flókagötu og Stakkahlíðar.

 

Kettlingurinn hefur aldrei komið út fyrir hússins dyr fyrr; alls ómeðvitaður umvonsku þessa stóra heims. Líklega hefur þetta gerst síðari hluta föstudagins 4. nóvember en ekki síðar en á laugardagsmorgni, 5. nóvember, þegar heimilisfólk áttaði sig á að einn vantaði í hópinn.

 

Kettlingurinn er svartur og hvítur högni, – tvílitur í framan en skjóttur á skrokkinn. Hann er gæfur og yndislegur, og þeir sem búa nærri heimili hans í Hlíðunum, norðan Miklubrautar, eru endilega beðnir að kanna í kringum hús sín, athuga inn í þvottahúsum, bílskúra og geymslur og ennfremur hvort einhvers staðar á þessu svæði gæti hafa verið opinn kjallaragluggi.

 

Ekki er ólíklegt að litli kisi hafi stungið sér einhvers staðar inn til að hlýja sér og leita skjóls.  Ef þið verðið vör við litla kettlinginn, vinsamlega hafið samband við Bergljótu Davíðsdóttur í síma 821 9504 eða Silju Smáradóttur í síma 511 6023.  Við yrðum ákaflega þakklát ef hver húseigandi á þessu svæði myndi gera sér ferð í skúra, geymslur, kjallaratröppur og kompur í sínu húsi.

 

Það er nóg að mjálma á hann – þá kemur hann.