Kæru félagar í Kattavinafélagi Íslands

8 nóv, 2011

Við hvetjum ykkur til að greiða félagsgjöldin ykkar fyrir árið 2011 sem allra fyrst. Nú er almanaksárið að renna út og það er alltof mikið af útistandandi skuldum.


Við verðum að geta reiknað með tekjum af félagsgjöldum, sem eru einu tekjurnar sem við höfum, og ef þið ætlið ekki að vera félagar í Kattavinafélaginu að skrá ykkur þá vinsamlega úr því. Við hvetjum ykkur til að greiða gegnum heimabankann svo greiðslurnar skili sér fljótt og vel.


Með kveðju og óskum um góðar og snöggar undirtektir.