Við fengum hjá ykkur tvo yndislega kettlinga í byrjun september og langar okkur að senda ykkur smá fréttabréf.
Þeir fengu nöfnin Bóas og Ronja og lifa í vellystingum í miðbæ Reykjavíkur. Við ákváðum að bíða þar til núna með að fara með þá út, þau eru svo æst og eiga ennþá eftir að læra svo margt, sérstaklega Bóas. Við þurfum að kaupa svona eins og ,,kattataum“ til þess að þær hlaupi ekki of langt. Bóas er reyndar ekki sáttur með ólina, þannig að hann klórar hana alltaf af sér.
Þau leika sér endalaust og eru mjög lífsglöð. Þau eru alltaf í eltingaleik um alla íbúð. Þau eru líka rosalega forvitin og um daginn þá komust þau á einhvern hátt inn í eldhúsinnréttinguna, það var mjög skrýtið þar sem að við höfðum aldrei fyrr tekið eftir neinu gati þangað til að allt í einu skriðu þau bæði út um það. Við erum búin að loka fyrir það núna til þess að koma í veg fyrir vandræði!
Þau eru samt mjög ánægð og vel er séð um þau. Þau eru bæði einstaklega kelin og ljúf. Við gætum ekki verið ánægðari með þau og vonandi þau sömuleiðis.
Við viljum þakka ykkur fyrir og vonum að ykkar góða starf haldi áfram að gleðja fólk um allt land!
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af kisunum.
Kærar kveðjur, Ásdís María & Óðinn Dagur