þann 7. nóvember sl fengum tókum við fjölskyldan að okkur 4 mánaða kisustelpu frá ykkur sem hafði fundist í Árbænum.


Litla kelirófan fékk nafnið Knúsa þar sem hún vill láta halda á sér og knúsa sig endalaust, sem hún náttúrulega fær. Hún var mjög kvefuð og slöpp þegar við fengum hana, en hún jafnaði sig á 2 vikum og er alveg yndislega fjörug og skemmtileg. Hún er mikill gleðigjafi á heimilinu.


Bestu þakkir fyrir Knúsu 🙂


Helena og fjölskylda