Jólakort – Merkimiðar – Dagatöl

26 okt, 2011

Nú höfum við fengið sendingu af nýjustu jólakortununum, merkimiðum og dagatölum fyrir árið 2012.  Fallegar kisumyndir prýða allar vörurnar – allt kisur sem Katthoolt hefur bjargað.
 
Jólakortin eru seld saman 10 í pakka og kostar hver pakki 2000 krónur.
Merkimiðar eru 10 í pakka á 750 kr pakkinn og dagatal fyrir árið 2012 kostar 2.500 krónur.
 
Þetta eru vörur sem hver einasti kisuvinur má eiginlega til með að eignast og gefa öðrum kisuvinum!


Sjón er sögu ríkari – meðfylgjandi eru myndir.
 
Vörurnar verða til sölu í Kattholti, en einnig má panta hjá
raggagu@mi.is