Þessar ungu stúlkur, Úlfhildur, Sigrún og Nicole komu í Kattholt og færðu kisunum gjafir.


Þetta voru leikföng sem þær höfðu búið til sjálfar og peningur sem þær öfluðu með því að halda tombólu fyrir heimilislausar kisur.


Ég er mjög ánægð af að vita hvað ung börn í dag eru farin að hugsa vel til dýranna okkar, við getum verið stolt af þeim.


Takk enn og aftur fyrir að hugsa til okkar.
 
Kveðja Elín