Jólabasar í Kattholti

24 nóv, 2013

Tilvalið er að byrja aðventuna með því að heimsækja
jólabasarinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 30. nóv. n.k.
kl. 11-16. 

Margt góðra muna á boðstólum s.s. jólakort, jólamerkimiðar, handunnið
jólaskraut, kerti og fleira sem tengist jólum. 

Einnig dagatal ársins 2014, ásamt leikföngum, bókum, myndum, skartgripum og
mörgu fleiru. 

Að ógleymdum girnilegum smákökum og fleiru gómsætu bakkelsi.

Dýrheimar verða með kynningu og ráðgjöf á sínum vörum.

Síðast en ekki síst verða sýndar yndislegar kisur, sem allar eiga það sameiginlegt að þrá að eignast ný og góð heimili.

Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum í Kattholti.


Verið hjartanlega velkomin, 

Kattavinafélag Íslands, basarnefnd.