Katrín Birta kom færandi hendi fyrir helgi og gaf Kattholti afmælispeningana sína. Katrín er mikill dýravinur og er annt um að hjálpa heimilislausu köttunum í Kattholti. Með henni á myndinni er systir hennar Hulda Rún. Við viljum þakka stelpunum fyrir stuðninginn.