Komið sæl kæru vinir í Kattholti,

Ég fékk frá ykkur yndislega kisu fyrir rúmlega mánuði síðan, hún er svo yndisleg og blíð að hún fékk nafnið Indý.


Henni finnst ekkert betra en fá sér að borða og koma svo og kúra hjá manni uppí sófa.


Hún vill helst liggja í sófanum bara allan daginn og setur á sig súran svip ef maður dirfist að standa upp.Hún er alveg ferlega forvitin líka og vill alltaf vera með allt á hreinu hvað er að gerast í kringum sig.


Á meðfylgjandi mynd var hún einmitt að grandskoða heimagerða jólakonfektið sem henni reyndar leist síðan ekkert voðalega vel á, enda rosalega appelsínulykt sem kom af því.

Við Indý óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári og þökkum kærlega fyrir okkur.

jólakveðja,
Jóna Dögg, Valur og Indý