Hesta-Pétur sendir jólakveðju.

24 des, 2008

Kæru dýravinir. Starfsfólk og kisurnar í Kattholti senda ykkur bestu óskir um gleðileg jól. Það eru margir sem hugsa til kattanna sem hér dvelja .  


 


Dýravinir hafa komið með góðar gjafir í Kattholt um þessi jól. Rækjur, ýsu, og þurrmat og sumir hafa gefið peningastyrk. Fyrir allt þetta ber að þakka.


 


Þessi tími hefur alltaf verið erfiður hjá mér. Að horfa á þessar yfirgefnu kisur í vanmætti sínum er meira en tárum tekur.


 


Hvað er þá hægt að gera? Búa sem best um þau og milda sársauka þeirra. Þeir eru hér í hlýju húsnæði með nægan mat og elsku starfsmanna.


 


Ég vil þakka öllum þeim sem hafa veitt kisum nýtt heimili á árinu sem senn er liðið.


 


Myndin er af Hesta-Pétri sem var vegalaus í borgarlandinu, en var svo heppinn að eignast nýtt og kærleiksríkt heimili hjá Önnu og Þórhildi.


 


Bestu óskir um gleðileg jól.


Sigríður Heiðberg formaður.