Í minningu Míru,

25 maí, 2007

I Minningu Miru


Fyrir um 14 árum fengu við litinn sætan loðin kettling hjá þér. Hún var úr goti með 5 kettlingum, 2 loðnar, hinir snöghærðir. Hilmar Bendtsen hefði bent okkur á að kíkja til þin og eiginlega ætluðum við ekki að fá kött þennan dag. En Mira litla – eins og við skírðum hana – vildi greinileg annað!


Hún var frekar stygg og lagði hún það aldrei af, nema gagnvart okkur. Reyndar var hún lika svolitið vitlaus, þóttist ekki þekkja okkur ef við höfðum verið að heiman nokkra daga, greinilega mjög móðguð. Enda lagðist hún ávalt í ferðatöskurna okkar ef þær voru komnar fram. Hún var sérlega hrifinn af Magnúsi og vakti hann gjarnan um miðjar nætur til að fá smá auka máltið – ekki til mikillar ánægju hjá Magnúsi.


Fyrstu árin hennar bjuggu við í Hafnarfirði með hólinn bak við kaþólsku kirkjuna í bakgarðinum og urðu það hennar heimasvæði þar til við fluttum að Staðarfelli í Dölum. Ekki byrjaði dvölinn þar vel fyrir kisugreyið. Hún stakk af út um glugga og týndist í 6 víkur að hausti til. Við héldum að við sæum hana aldrei aftur þrátt fyrir mikla leit. En einn góðan dag fannst hún nú samt á nágrannabæ, þar sem hún var búin að gera músum lífið leitt.


Seinna fluttu Mira með okkur aftur suður í fjörðinn, þar sem við bjúggum þar til 2001. Þá fluttum við til Danmörku þar sem ég fékk inni í dýralæknaháskóla. Fyrst bjuggum við á Kollegiu 4 ár, en bý núna á lítlu sveitabýli. Og hér endaði litla Mira okkar sína daga nærri 15 ára gömul. Var ellin farinn að segja til sín síðasti árið hennar og fyrir rest gáfust nýrun upp.


Hún endaði daga sína með virðingu og var elskaður heimilisköttur og er hennar sárt saknað. Hún liggur undir eplatréinu okkar góða með útsýni yfir engi og skóga. Eftir eigum við dóttirdóttir hennar, sem er undan læða úr fyrsta og eina goti hennar Miru.


Aldrei að vita hvort við sækjum aftur hjá þér kisu þegar við verðum komin aftur til “Islands.


Kær kveðja


Magnús Lárusson


Anne Bak