Hlúum að útigangsköttum

5 des, 2013

Kattavinafélagið hvetur alla kattavini til að hlú að
útigangsköttum í þessari kuldatíð. Þeir eru víðar en við höldum, t.d. undir
sólpöllum og annars staðar sem skjól er að fá. Kettir á vergangi leita líka
mikið á iðnaðarsvæði þar sem mikið er um spýtnahrúg
ur,
bílhræ o.þ.h.

Okkur munar fæst um að gauka að þeim bita, en það
skiptir sköpum fyrir hungrað dýr. Látið líka bæjaryfirvöld vita af köttum í
neyð, þeim ber að aðstoða samkvæmt eigin reglugerðum um kattahald.