Jólakveðja frá Valdimar

10 des, 2013

Kæru
vinir í Kattholti.  

 

Ég
hef það rosalega gott hér á Hrafnistu í Boðaþingi. Hér er dekrað við mig
dag og nótt og ég er búinn að eignast marga góða vini. Ég fæ reglulega að
stelast í soðna ýsu, túnfisk og sumir gefa mér meira að segja harðfisk! Ég fer stundum út að skoða nánasta nágrenni en er yfirlett ekki lengi í burtu. Það eru nefnilega svo margir heima til að klappa mér og knúsa. 

  

Mér
þykir rosalega gott að sitja við opinn glugga á daginn og virða fyrir mér
ríkidæmi mitt. Einnig þykir mér rosalega gaman að leika mér seint á
kvöldin og á nóttunni, sérstaklega með allskonar bönd og borða. Ég á það líka til að stríða næturvaktinni á deildinni minni. Ég
læðist á eftir þeim, stekk síðan af stað, hleyp 
eftir ganginum og skauta á
parketinu. 

Ég
óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég þakka
ykkur
fyrir alla hjálpina á árinu. Sérstaklega þegar ég týndist þegar ég
var nýkominn á Hrafnistu. Ég hef ekkert lent í neinum vandræðum síðan þá.  

 

Ég
læt fylgja nokkrar jólamyndir af mér 🙂

 

Jólakveðja,
Valdimar hefðarköttur