Hetjusaga Loka

18 ágú, 2011


Mig langar að segja ykkur eina hetjusögu af kisu. Þessi köttur heitir Loki og hann var í þriggja daga pössun á Snorrabraut í Reykjavík um síðustu helgi.


Það hefði nú verið allt í lagi, ef á heimilinu hefði ekki búið frændi hans, kötturinn Jón. Loki er nefnilega ekkert hrifinn af Jóni, finnst hann barnalegur og uppáþrengjandi.
 
Snemma á laugardagsmorguninn fór Loki út um kattarlúgu sem er á útidyrunum og allir á heimilinu héldu að hann væri bara að fara á ,,klóið“. En Loki skilaði sér ekki heim í húsið þar sem hann var í pössun og enginn fann hann í hverfinu.


Á sunnudeginum fannst hann heldur hvergi í hverfinu kringum Snorrabraut. En þegar við eigendur Loka, komum heim til okkar á sunnudag beið Loki eftir okkur við útidyrnar, þreyttur, svangur og frekar argur út í okkur. Hann hafði semsé gengið frá Snorrabraut í Reykjavík að Brekkuhjalla í Kóavogi!


Hvernig getur svona lítil vera ratað alla þessa leið? Ótrúlegt en frábært!


Með kveðju frá eigendum Loka.