Hetjan okkar hann Luigi <3

11 feb, 2021

Elsku fallegi og góði Luigi okkar var í aðgerð síðastliðinn þriðjudag þar sem fjarlægja átti afturfót vegna gamals fótbrots sem gréri rangt og illa og olli honum miklum sársauka. Í aðgerðinni kom í ljós ólæknandi, undirliggjandi sjúkdómur og voru batalíkur hans því miður afar litlar og töldu dýralæknar það eina rétta í stöðunni að enda þjáningar hans. Starfsmenn Kattholts fóru því á spítalann til þess að kveðja hann og voru hjá honum síðustu augnablikin. Það var afskaplega tregafull og erfið sorgarstund.

Við þökkum innilega og af öllu hjarta fjárhagsstuðning ykkar við elsku Luigi.

Styrkurinn verður notaður fyrir heimilislausar kisur sem koma í Kattholt og þurfa læknisaðstoð vegna meiðsla og/eða veikinda.

Hvíldu í friði fallegi vinur ♥