Kisi maí mánaðar í Kattholti

5 maí, 2021

Max er kisi maí mánaðar ❤️
Hann náðist í fellibúr við Skálahlíð í Mosfellsbæ þar sem hann hafði verið á flækingi og var bæði ómerktur og ógeldur þegar honum var komið í skjól til Kattholts. Hann er 3 ára forvitinn, svartur og hvítur fress, með hrein og falleg gulgræn augu. Hann var mjög hræddur við fólk þegar hann kom fyrst, en hefur lært að hægt sé að treysta fólki á ný. Hann er enn í aðlögun, en við erum fullviss um að hann verður brátt tilbúinn í heimilisleit! Hann er nú þegar farinn að borða úr höndunum á starfsfólki okkar ❤️