Kveðjur frá Svíþjóð

25 Jan, 2021

Við fengum þessar flottu myndir sendar til okkar frá Svíþjóð! Þetta eru Gulli og Lady sem voru hótelgestir á Hótel Kattholti áður en þau komust út með Norrænu. Þeim líður vel í skóginum hjá heimili þeirra og hitta fullt af dýrum eins og fugla, mýs, íkorna og broddgelti.

Óskum við þeim velfarnaðar í nýju landi og sendum risa knús á þessi flottu og ljúfu systkini ❤❤❤