Grindhoraður silfurpersi finnst á Kjalanesi.

17 maí, 2009

Sæl Sigríður. Silfurpersi fannst seinnipartinn í gær á Kjalarnesi.


 


Hún er svo grindhoruð og skítug að hún finnur til, bara við að henni sé klappað.


 


Sá ekki að neinn væri að auglýsa eftir henni. að það væri gott ef þú settir það inn fyrir okkur.


 


Það er eins og það hafi farið ofan af hægra eyra á dýrinu,vantar alveg toppinn á eyrað en samt ekki mjög mikið. Hún er blíð og góð en er ekki sérlega vel tekið af prinsunum á heimilinu.


 


Ef enginn vitjar hennar alveg á næstunni þarf ég líklega að koma með hana til ykkar í Kattholti,ætla samt með hana til dýralæknis og láta þvo og greiða henni,henni líður alls ekki vel svona öll klepruð greyið litla.


 


Kveðja Ásta ,Keli yfirprins,Bjartur milliprins og Simbi litliprins.


 


Sæl aftur Sigríður,vildi láta þig vita að það var farið með þá litlu til læknis í gærkvöldi og hún var skoðuð.


 


Læknirinn hafði aldrei séð alveg svona grindhorað dýr,hún var bókstaflega við dauðans dyr,hefði ekki lifað mikið lengur svona á vergangi og alein. 


 


Hún er alveg ómerkt og hreinræktaður Persi,svo það er skrítið ef enginn saknar hennar. Hún fékk vítamínsprautur og næringu og fleira og einnig dælu með sér með góðri næringu í og sérstakt fóður,þar sem hún er með stöðugan niðurgang litla skinnið.


 


Hún var að leita sér að æti við kjúklingaúrgangssvæðið á Kjalarnesi þegar Einar sá hana,svo hún hefur sennilega komist í frárennsli frá úrganginum og getur hæglega verið með niðurgang þess vegna er ég að ímynda mér. 


 


Við þurfum að bíða með að þrífa hana þar til hún er orðin aðeins sterkari,hún er svo veikburða að maður bara grætur yfir að svona sé farið með nokkurt dýr.


 


Hún er greinilega vön öðru lífi en þessu,svo blíð og kelin og líður best á mjúkum kodda að láta klóra sér aðeins á bakvið eyrun 🙂  


 


Við ætlum að gera okkar besta til að ná henni til einhverrar heilsu,en vonast til að einhver eigandi sakni hennar og láti vita. Hún hefur verið á vergangi í meira en einn eða tvo daga,það er alveg á hreinu.


 


Ef enginn telur sig eiga hana,þá fær hún heimili hér hjá okkur og prinsunum 3 og dísunum 4 ,okkur munar ekkert um eina í viðbót.


 


Vildi bara leyfa þér að fylgjast með því sem er að gerast í lífi lítillar kisustelpu 🙂  Kveðja Ásta og co…