Fjör á Hótel Kattholti.

30 jún, 2007

80 kisur dvelja á Hótel Kattholti um þessar mundir. Kisurnar eru á öllum aldri, sá yngsti er 3 mánaða gamall, sá elsti 16 ára.

 

 

Sjálboðaliðar hafa verið duglegir að koma og  hjálpa gæslufólkinu við að þrífa búrin og það sem til fellur.

 

 

Það er ómetanlegt fyrir arhvarfið að fá slíka hjálp þegar kisurnar eru svo margar.

 

 

Myndin er af  Ljónshjarta, en hann kemur á hótelið þegar eigendur hans fara í sumarfrí.

 

 

Hann fór í snyrtingu áður en hann kom á hótelið.

 

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg.