Á forsíðu Kattholts er lýst eftir kettinum Gormi. Þau gleðitíðindi voru að berast að Gormur er fundinn.


Hann hvarf af Lindargötu en fannst uppi í Árbæ og hefur líklega farið með bíl þangað. Hér eru nokkrir dýraníðingar sem hafa unun af að fjarlægja ketti úr umhverfi sínu og setja þá eitthvert þar sem þeir rata ekki aftur heim. Einhverjir krakkar í Árbæ tóku eftir einmana og horuðum ketti, náðu númerinu sem var skráð á hann og hringdu í eigendur.


Gormur var himinlifandi að hitta eigendur sína aftur en hann var orðinn gríðarlega horaður eftir að hafa verið aleinn í ókunnugu hverfi í fjórar vikur.  Takk krakkar fyrir að vera svona vakandi fyrir einmana dýrum, þið hafið örgugglega bjargað lífi Gorms.