Mjása, sem auglýst var eftir á heimasíðu kattholt.is 12. september sl., er komin heim. Hún birtist öllum á óvörum í dag; svöng, þreytt, horuð og hrakin.
Hún reyndi að segja okkur 11 daga ferðasögu en við skildum hana því miður ekki. Hún etur og etur, malar og malar og er greinilega ánægð með að vera komin heim. Mía, hundurinn okkar, er ekki síður ánægð, klappar henni og kjassar á sinn hátt.
Takk fyrir að auglýsa hana fyrir okkur.
Kveðja,
Ólafur.