GLADDI KATTHOLT MEÐ AFMÆLISGJÖFUNUM SÍNUM

15 maí, 2012

 

Það ríkti gleði í Kattholti miðvikudaginn 9. maí þegar þangað kom færandi hendi níræður maður, Erlendur Þórðarson.

 

Erlendur hélt nýlega upp á níræðisafmæli sitt og frábað sér afmælisgjafir, en bað fólk þess í stað að stinga peningum í smá sjóð sem hann færði Kattholti að gjöf, 37.500 krónur. Plaggið sem var við söfnunarbaukinn fylgir hér með. Yndisleg hugsun hjá Erlendi og við í Kattavinafélaginu færum honum innilegar þakkir fyrir hugulsemina og óskum honum til hamingju með nítíu árin.

 

Svona góðir menn lifa lengi! Takk aftur kæri afmælisherra og njóttu lífsins. Þú hefur glatt margar kisur með þessari gjöf, það er öruggt.