Í gær, miðvikudaginn 16. maí, var komið með sjö litla, fallega kettlinga í Kattholt. Starfsfólki var sagt að þeir hefðu fundist í kassa bak við gám í Grafarholti.


Þeir eru um það bil þriggja mánaða og þrá auðvitað að eignast góð heimili þar sem vel verður annast um þá. Áhugasömum kattavinum er bent á að heimsækja þessa ljúflinga á föstudaginn milli kl. 14 og 16 og það er alveg öruggt að þið munuð falla fyrir þeim og þeir fyrir ykkur!