Gáfu kattamat

28 maí, 2014

Vinkonurnar Eva og Silja hafa að undanförnu safnað peningum fyrir Kattholt. Þær keyptu kattamat fyrir afraksturinn og afhentu hann starfsfólki Kattholts í dag. Að sögn stelpnanna var kattamaturinn valinn með hliðsjón af mismunandi þroska kattanna. Stelpunum eru færðar bestu þakkir.