ÁRTÚNSHOLT-TÝND
Við biðjum alla í nágrenninu að hafa augun opin fyrir óskilakisu sem slapp frá finnanda fyrir utan Kattholt, Stangarhyl 2 í dag (22.11). Kisan var því miður ekki í búri. Þetta var læða, þrílit eða yrjótt. Því miður eru engar upplýsingar um hvort hún hafi verið merkt. Við höfum miklar áhyggjur af greyinu. Vinsamlegast hafið samband við Kattholt í síma 567-2909 ef þið verðið hennar vör. Við viljum minna á mikilvægi þess að hafa kisur ávallt í búrum þegar ferðast er milli staða.