Kæru félagar

28 jún, 2014

Eindagi árgjalds félagsins var 1. júní síðastliðinn. Félagsgjöldin eru mikilvæg tekjulind og í reynd grunnurinn sem rekstur Kattholts byggir á. 
Mikill fjöldi óskilakatta kemur í athvarfið þessa dagana, kettlingafullar læður, læður með kettlinga eða kettlingar, sem fólk losar sig við á miður fallegan máta.

Því skorum við á þá sem enn eiga ógreitt árgjald að greiða það sem allra fyrst. Án ykkar væri ekkert Kattholt.