Fósturheimili óskast í sumar

9 júl, 2020

Óskum eftir fósturheimili fyrir læðu með fimm 3 vikna gamla kettlinga næstu tvo mánuði. Læðan er ljúf en lítil í sér. Hún hugsar afar vel um kettlingana sína. Við leitum að ábyrgðarfullum einstaklingi og kattavini sem býr við rólegheit og er ekki að fara burtu í sumarfrí þennan tíma. Það er kostur en ekki skilyrði að önnur dýr séu ekki á heimilinu. Ef önnur dýr eru á heimilinu þá þurfa kisurnar að hafa aðgang að sérherbergi.

Einnig óskum við eftir fósturheimilum fyrir kettlingafullar læður.

Vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909.