Reykjavíkurmaraþon 2020 fer fram laugardaginn 22. ágúst.

Undarfarin ár hafa frábærir einstaklingar hlaupið fyrir Kattholt – Kattavinafélag Íslands. Hvetjum gamla og nýja til að taka þátt í ár og skrá sig til leiks! Við hvetjum jafnframt kattavini til að heita á þá frábæru hlaupara sem taka þátt og styrkja þannig.

Síðustu mánuðir hafa verið sérstaklega erfiðir. Rekstur athvarfsins sem er með starfsemi alla daga ársins er mjög kostnaðarsamur og má illa við tekjutapi. Tekjur frá hótelinu eru mikilvægar fyrir starfsemina en vegna Covid-19 datt niður nánast öll útleiga á Hótel Kattholti.

Kisurnar þurfa á ykkar stuðningi að halda.

Með góðum kisukveðjum.