Gæludýr.is hefur stutt við starfsemi Kattholts með því að bjóða dýravinum að styrkja Kattholt með fóðurstyrk. Þetta er frábær leið til að hjálpa athvarfinu. Fóðurstyrkurinn er seldur í kílóavís og kaupandinn velur hversu mörg kíló hann kaupir og Gæludýr.is sér svo um að koma fóðrinu til Kattholts. Á dögunum fengum við stóra sendingu af þurr- og blautmat ásamt kettlingaþurrmjólk. Við erum þakklát fyrir gjafirnir, þær koma sér einstaklega vel. Takk fyrir að hugsa til kattanna.